Reiknireglur

Reikniaðgerðir fyrir tölur sem ekki eru þekktar og táknaðar eru með bókstöfum eru nákvæmlega þær sömu og þegar reiknað er með þekktum tölum.

Teljari og nefnari

Í almennum brotum er teljari fyrir ofan strik og nefnari fyrir neðan strik. Það er ágætt að festa þetta í minni með því að leggja einfaldlega að muna að nefnari er fyrir neðan strik (n og n).

Vert er að muna að nefnari má aldrei vera 0 en 0/x = 0, þar sem x er einhver önnur tala en 0.

Reglur um reikningsröð

Þegar verið er að reikna dæmi með margvíslegum reikningsaðgerðum er mikilvægt að hafa í huga að + og – skipta dæminu upp í liði. Rétt er að reikna úr hverjum lið fyrir sig áður en farið er að leggja saman og draga frá.

Síðan má í aðalatriðum skipta verklagi upp í tvær vinnureglur

I Engir svigar

  1. Hefjum í veldi
  2. Margföldum
  3. Deilum
  4. Leggjum saman og drögum frá

II Ef svigar eru í dæminu

  1. Reikna innan hvers sviga í sömu reikningsröð og í lið 1
  2. Byrja á innsta sviga, ef svigar eru innan í sviga
  3. Ef brotastrik eru í dæminu, þá ber að meðhöndla þau eins og sviga og oft getur verið gott að setja sviga utan um brotastrik sér til áminningar

Sýnidæmi 1

Skoðum dæmi í 3 liðum:

 

Byrjum á að reikna út flóknasta liðinn sem er í miðjunni.

Talan 2 í þriðja veldi er 8,

deilum síðan í 8 með fjórum,

margföldum og fáum 2 og fáum út 10,

að lokum margföldum við saman 5 og 2 að lokum leggjum við saman liðina.

Sýnidæmi 2

Skoðum nokkur dæmi um hvernig reiknað er í réttri reikningsröð og lausninni skilað á sem einföldustu formi, sem kallað er að einfalda.