Hugtakið mengi

Mengi er safn vel skilgreindra hluta. Hlutirnir sem mynda mengið kallast stök mengisins.

Stökin í menginu falla undir sömu skilgreiningu, en geta að öðru leiti verið hvað sem er.

Mannkynið í heild sinni gæti verið eitt mengi, legókubbar annað, ökutæki gæti verið þriðja mengið og þannig er endalaust hægt að búa til mengi vel skilgreindra hluta.

Mannkynið í heild sinni er vel skilgreint samsamsafn af öllu mannfólki sem býr á jörðinni.

(Ljósmynd: http://www.myalgoma.ca/2017/11/29/highlights-statistics-canadas-final-release-of-2016-census-data/ janúar 2018)

Legókubbar eru einnig vel skilgreint mengi.

(Ljósmynd: http://www.vb.is/eftirvinnu/hvad-gaetu-allir-legokubbar-heimsins-byggt/83941/ janúar 2018)