Hlutmengi – Æfing 1

  1. Kannið hvort mengið A = {6,5,4} er hlutmengi í menginu B = {2,3,4,5,6,7,8,9} og rökstyðjið svarið.
  2. Kannið hvort mengið A = {16,4,10,6,14} er eiginlegt hlutmengi í menginu B = {2,4,6,8,10,12,14,16} og rökstyðjið svarið
  3. Kannið hvort mengið A = {3,4,5,6,7,8,9} er hlutmengi í menginu B = {1,2,3,4,5,6, 8,9,10,11,12,13,14,15,16}
  4. Kannið fyrir mengin C = {1,2,3,4,5,6,8,9,10,11,13,14,15,16,17,19,23,27,39}, A = {12,13,14,15,18,21,24,27} og B = {12,13,14,15,24} hvort A er hlutmengi í C, hvort B er hlutmengi í C eða hvort B er hlutmengi í A
  5. Hugsum okkur mengið nemendur í FG og hlutmengin nemendur á Alþjóðabraut = A, Náttúrufræðibraut = N, Listabraut = L og Viðskiptabraut =V sem hlutmengi. Teiknið Venn-mynd af menginu FG og hlutmengjum þess A, N, L og V.