Mengjamunur

Munur á tveimur mengjum A og B er mengi þeirra staka í A sem eru ekki í B, þessi munur er kallaður mengjamunur og þetta táknað með A\B sem má lesa sem: „mengið A mínus mengið B“.

Þetta má líka setja fram sem Venn mynd og tákna á enn einn hátt eða sem A\(A∩B).

Venn-mynd sem sýnir mengin A\B (blátt), A∩B (grænt) og B (gult)

Sýnidæmi 1

Skoðum mengið A = {2,4,6,8,10,12} og B = {3,6,9,12} þá má sjá að sammengið A∪B = {2,3,4,5,8,9,10,12} og sniðmengið þessara mengja er A∩B = {12}.

Mengjamunurinn A\B eru því öll stök í A að frádregnum sameignlega stakinu í sniðmenginu sem er 12

A\B = {2,4,6,8,10}

Venn-mynd sem sýnir í bláum lit A\B sem einnig má tákna sem A\A∩B

Sýnidæmi 2

Ef  A = {1,2,3,5,8,13,21} og B = {3,5,8,11,14,17} þá er A\B öll stökin í A, að frádregnum þeim sem eru líka í B  sem samsvarar þá sniðmenginu (A∩B) =  {3,5,8} eða A\B = {1,2,13,21}

Venn-mynd sem sýnir í bláum lit A\B sem einnig má tákna sem A\A∩B

Sýnidæmi 3

Ef A = {-5,-4,-3,-2,-1,0,1,2} og B = {0,1,2,3,4,5} er A\B = {-5,-4,-3,-2,-1} eða allt sem er í A nema þau stök sem eru líka í B sem samsvarar þá sniðmenginu (A∩B) =  {1,2}.

Venn-mynd sem sýnir í bláum lit A\B sem einnig má tákna sem A\A∩B