Sundurlæg mengi

Ef mengi A og B hafa ekkert sameiginlegt stak er sniðmegni þeirra tómamengið og þá er sagt að þau séu sundurlæg.  Sniðmengi sundurlægra mengja er tómamengið ∅={}.

Sýnidæmi 1

Mengin Konur = Ko og Karlar = Ka eru sundurlæg hlutmengi í menginu Mannkynið og sniðmengi þeirra er tómamengið eða á táknmáli stærðfræðinnar þá er Ko∩Ka = Ø.

Venn-mynd sem sýnir sundurlægu mengin Konur og Karlar sem bæði eru hlutmengi í menginu Mannkynið með sniðmengi sem er tóma mengið ∅={}

Sýnidæmi 2

Skoðum mengið A = {1,2,3,5,8,13,21} og B = {1,2,3,6,9,12,15,18,21} þá má sjá að sammengið A∪B = {1,2,3,5,6,8,9,12,13,15,18,21} og sniðmengið þessara mengja er A∩B = {1,2,3,21}. Þessi mengi eru því ekki sundurlæg.

Venn-mynd sem sýnir mengin A (blái og appelsínuguli kassinn) og B (appelsínuguli og brúnleiti kassinn) og sniðmengi þeirra (appelsínuguli kassinn)