Talnalínan – náttúrulegar tölur og heilar tölur

Náttúrulegar tölur

Núll og þær tölur sem við lærum fyrst, þegar við lærum að telja eru það sem kallaðar eru náttúrulegar tölur: 0,1,2,3,…

Við getum raðað þeim upp á hálflínu sem við köllum talnalínu, þar sem strik með lengdina 1 er notað til að skipta hálflínu upp í jafnlanga búta, sem hver um sig hefur lengdina einn. Upphafspunktur talnalínunnar er 0 og síðan raðast heilu pósitífu tölurnar 1,2,3,4… með jöfnu millibili sem stikað er út með striki af lengdinni 1. Talnalína sem sýnir náttúrulegar tölur er endalaus til hægri. Mengi allra náttúrulegra talna kallast N.

Talnalína sem sýnir náttúrulegar tölur N

Heilar tölur

Náttúrulegar tölur ásamt tilsvarandi neikvæðum tölum kallast einu nafni heilar tölur og mengi allra heilla talna er táknað með Z. Við getum sýnt mengi þessara talna á talnalínu sem skiptist upp í tvær hálflínur með núll sem sameiginlegan punkt. Báðar hálflínurnar eru endalausar hvor í sína stefnu, til hægri fyrir heilar jákvæðar tölur og til vinstri fyrir heilar neikvæðar tölur.

Talnalína sem sýnir mengi heilla talna Z

Mengi heilla jákvæðra talna er táknað með Z+ og mengi heilla neikvæðra talna með Z.