Flötur og strik – Æfing 1.3 – Lausn

Finnum fyrst skurðpunkt línanna l: y = -3x + 6 og  m: x = -4, hann finnst með því að setja x = -4 inn í fyrri jöfnuna, fáum þá y = -3·(-4) + 6 = 12 + 6 = 18 svo skurðpunktur þessara lína er (-4,18).

Finnum næst skurðpunkt y = -3x + 6 og y = -3 setjum y = -3 inn í fyrri jöfnuna og fáum

-3 = -3x +6 eða 3x = 6 + 3 sem jafngildir því að 3x = 9 eða x = 3

svo skurðpunkturinn er (3, -3).

Að lokum er skuðpunktur línanna x = -4 og y = – 3 augljóslega (-4,-3). Hliðarlengdir skammhliðanna í þríhyrningnum sem skurðpunktarnir mynda eru annars vegar

(18 – (-3)) = 21

og hins vegar

(3 – (-4)) = 7.

Langhliðin er því með lengdina

Flatarmál svæðisins er síðan 21·7/2 = 73,5