Flötur og strik – Æfing 1

  1. Teiknið inn í hnitakerfi línurnar l: x = 3 og m: y = 4, köllum skurðpunkt þeirra A. Finnið hnit skurðpunktsins, hliðarlengdir ferningsins sem afmarkast af línunum x = 3 og y = 4 og reiknið flatarmál hans og lengdina á hornalínu ferhyrningsins h sem liggur frá upphafspunkti hnitakerfisins að skurðpunktinum.
  2. Teiknið í hnitakerfið línuna l: y = -2x + 8, finnið skurðpunkta línunnar við ása hnitakerfisins og reiknið flatarmál þríhyrningsins sem myndast á milli línunnar og ása hnitakerfisins og reiknið síðan lengdina á strikinu á milli skurðpunktanna við ása hnitakerfisins. Reiknið að lokum flatarmál þríhyrningsins.
  3. Teiknið í hnitakerfið línurnar l: y = -3x + 6, m:  x  = -4 og  n: y = -3, finnið skurðpunkta línanna og reiknið lengdina á strikunum sem myndast á milli skurðpunktanna og reiknið að lokum flatarmál svæðisins sem línurnar afmarka